Fréttir

Fjölmenn menntaskólaheimsókn

19. okt. 2017

Menntaskólinn á Akureyri hefur undanfarin ár skipulagt heimsóknir á Síldarminjasafnið fyrir fyrsta árs nemendur sína í námi um menningarlæsi. Þann 4. október sl. lagði hópur 120 menntskælinga leið sína til Siglufjarðar í samfylgd kennara sinna en heill skóladagur er skipulagður á staðnum og fer dagskráin að mestu leyti fram á Síldarminjasafninu þar sem nemendur fá fræðslu um ólíka þætti síldarsögunnar auk þess sem Þórarinn Hannesson flytur einleik sinn Í landlegu í Bátahúsinu. Sem fyrr þakkar starfsfólk Síldarminjasafnsins nemendum og kennurum Menntaskólans fyrir ánægjulegan dag.

Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá hluta hópsins á leið sinni í Róaldsbrakkann. Myndina tók Sverrir Páll Erlendsson.

Fréttir