Fréttir

Jólakveðja

21. des. 2018

Starfsfólk Síldarminjasafnsins sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. 

Árið hefur verið viðburðaríkt á Síldarminjasafninu - en gestir hafa aldrei verið fleiri. Alls heimsóttu um 27.500 manns safnið, þar af nær 80% erlendir ferðamenn. Unnið hefur verið að uppbyggingu Salthússins af krafti, unnið að nýrri sýningu í Frystihúsinu og að bátaviðgerðum í Bátahúsinu. Síldarsaltanir á planinu við Róaldsbrakka hafa aldrei verið fleiri - en þær voru rúmlega fimmtíu talsins þetta sumarið! Ný útisýning var sett upp á bryggjunum milli safnhúsanna, um síldveiðar Svía við Íslandsstrendur. Safnið lagði mikið af mörkum við undirbúning og framkvæmd Strandmenningarhátíðar sem fram fór í júlí og í desemberbyrjun var gefin út ljósmyndabókin Siglufjörður. Ljósmyndir / Photographs 1872-2018 sem starfsfólk safnsins hefur unnið að undanfarið eitt og hálft ár. 

Öllum þeim sem sem hafa átt í samstarfi og samvinnu við safnið á árinu, sem og öllum gestkomandi eru færðar bestu þakkir. 

Fréttir