Fréttir

Lokið við Salthúsþakið

16. nóv. 2015

Þann 6. nóvember var lokið við smíði þaks Salthúsins - kvistir, bárujárn, þakbrúnir, kjaljárn á mæni osfrv.  - þar með var mikilvægum áfanga náð í endurreisn hússins  - Skúli Jónsson og Ólafur Natan frá Berg ehf unnu verkið með nokkrum hléum frá því í ágúst.

Samtímis, nú í haust, hefur starfsfólk safnsins olíuborið klæðningartimbrið sem fer utan á húsið. Einnig grunnað það og málað eina umferð - 630 fjalir - eru 2/5 hlutar þess verks að baki - stefnt er að því að ljúka við húsið að utan 2016.

Um 10 millj. kr. hafa farið í framkvæmdir við Salthúsið á þessu ári.

Fréttir