Fréttir

Bókartíðindi - Síldarsögur

20. nóv. 2015

Herring Tales – Síldarsögur - er nafn á nýrri bók sem kom út um miðjan september á vegum Bloomsbury útgáfunnar í London. Höfundurinn, Donald S. Murray, segir þar frá mikilvægi síldarinnar fyrir þjóðir Evrópu frá alda öðli. Hvernig Silfur hafsins mótaði smekk og sögu manna, eins og undirtitill bókarinnar hljómar. 
Ennfremur segir í kynningartexta útgáfunnar: Við sláumst í för frá vesturströnd Noregs, til austurstrandar Englands, frá Shetlands- og Hebrideseyjum til fiskihafna í Þýskalandi og Hollandi, ferð sem nær hámarki í heimsókn á Síldarminjasafn Íslands. Donald S. Murray fléttar saman sögur af þessum fiski sem lék meginhlutverk í lifnaðarháttum forfeðra okkar, skráir hvernig síldinni - og fólkinu sem henni tengdust - er gert hátt undir höfði í myndlist, bókmenntum, handverki, tónlist og þjóðsögum Norður Evrópuþjóða.

Höfundur heimsótti Siglufjörð í febrúar 2015 - að áeggjan Oliver Sacks, hins fræga lífeðlisfræðings og rithöfundar - og tileinkar hann síðasta kafla bókarinnar Síldarminjasafninu. Safnhúsin Grána og Bátahúsið prýða að auki bókarkápu.

Herring Tales er til sölu á netinu, bæði hjá Bloomsbury útgáfunni og Amazon.com

Bókin hefur hlotið lofsamleg ummæli í mörgum breskum fjölmiðlum, meðal annars þessi:

“The story is told with great charm, and tinged with a spirit of loss and yearning.” –  Philip Marsden, The Spectator

“Mr Murray is a gregarious and engaging raconteur as he flips between the diverse aspects of this versatile little creature.” –  The Economist

“This is a splendid book, filled with passion, wit, and wonderful facts.” –  Geographical magazine

“It's a fascinating book and worth a read.” –  The Glasgow Herald

“Like the herring, this is a book that darts across time and oceans. It gleams with story. A wonderful read.” –  Sally Magnusson

“These herring tales are far more tasty than you might expect.” –  The Scotsman

Herring Tales is the story of close-knit communities based around a particular kind of fishing, a world that is both present and, alas, fading. I strongly recommend this eloquent and finely detailed book.” –  Jay Parini

Fréttir