Fréttir

Veiðar á þeirri Norsk-íslensku 2015

22. jan. 2016

Þótt Síldarminjasafnið sé eins og minningarsetur um löngu dauða og étna síld þá er þar alltaf sami áhuginn til staðar á lífverunni sem slíkri; um vöxt hennar og viðgang í hafinu rétt eins og í gamla daga. Þá var síldin undirstaða framfara og velmegunar og þjóðin fylgdist með göngum hennar og veiðum eins og um spennandi íþrótt væri að ræða.
Sl. sumar sögðum við frá því hér á síðunni að niðurstöður rannsókna Hafró sýndu að síld úr Norsk-íslenska stofninum væri komin aftur á Norðurlandsmið: http://www.sild.is/frettir/nr/248

Nú viljum við benda á nýlega frétt frá Fiskistofu um veiðar Íslendinga úr þessum síldarstofni síðustu tvö árin með samanburði við veiðarnar frá 1994: http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/nr/1395

Fréttir