Fréttir

Sextíu kíló af sólskini

28. okt. 2018

Fjöldi fólks var saman kominn þegar Hallgrímur Helgason kynnti nýju bókina sína, Sextíu kíló af sólkskini, á Segli 67 fimmtudaginn 25. október. Höfundurinn sagði frá því hvernig hugmyndin að sögunni fæddist í heimsókn á Siglufirði fyrir nokkrum árum og las úr nokkrum völdum köflum. Fjallar bókin um atburði sem gerðust þar um aldamótin 1900,  á mótum hákarlatímans og nýrrar síldaraldar. Margt kemur kunnuglega fyrir sjónir, staðhættir, viðburðir og persónur, þótt nöfnum sé breytt og vel sé fært í stílinn – til að skapa sér listrænt svigrúm og frelsi, eins og höfundurinn skýrði frá. Siglufjörður heitir þarna Segulfjörður og sr. Bjarni er sr. Árni svo dæmi séu nefnd.

Bókin hefur fallið lesendum afar vel í geð og er sú söluhæsta í bókaverslunum Eymundsonar nú í lok október.
Siglfirðingum ætti að vera mikið gleðiefni að loks komi fram stórbrotið skáldverk sem svo augljóslega tengist stað þeirra og sögu.

Fréttir