Fréttir

Stjórn safnsins mynduð!

3. okt. 2017

Farskóli safnmanna var haldinn á Siglufirði í síðustu viku. Sjá: http://www.sild.is/frettir/farskoli-safnmanna

Fjölmörg fræðsluerindi voru flutt og mikið fundað í þrjá daga um brýn málefni auk þess að haldin var árshátíð Félags íslenskra safna og safnmanna, FÍSOS.

Fyrsta daginn fór fram síldarsöltun á Róaldsbryggjunni gestum til skemmtunar og að því loknu var boðið upp á léttar veitingar í Bátahúsinu.

Við þetta tækifæri hittist stjórn Síldarminjasafnsins í fyrsta sinn augliti til auglitis. Ekki skortir neitt á það að stjórnarfundir séu haldnir með eðlilegum hætti - en þá jafnan með fjarfundabúnaði þar sem fulltrúi Þjóðminjasafnsins er staðsettur í Reykjavík.
Af þessu tilefni var meðfylgjandi mynd tekin. Frá vinstri talið er Ágúst Ó. Georgsson fulltrúi Þjóðminjasafnsins í stjórninni, Guðmundur Skarphéðinsson formaður og fulltrúi FÁUM, Ásgeir Logi Ásgeirsson fulltrúi Fjallabyggðar, Gunnar Júlíusson varamaður frá FÁUM og Anita Elefsen safnstjóri.
Á myndina vantar varamennina Ægi Bergsson frá Fjallabyggð og Önnu Lísu Rúnarsdóttur frá Þjóðminjasafni.

Fréttir