Orðasafn

Orð og orðtök úr máli síldarfólks

Þessum þætti tungumálsins, orð og málvenjur í tengslum við veiðar og vinnslu síðdarinnar, hefur lítt verið sinnt fram að þessu, svo vitað sé. Benedikt Sigurðsson, kennari og fræðimaður, vann vísi að svona orðasafni um 1990.  Orðalistarnir sem hér birtast voru unnir af starfsfólki Síldarminjasafns Íslands árin 2008 og 2010-2011 með dyggri aðstoð tilgreindra heimildamanna. Rósa Margrét Húnadóttir skráði. Þessi orðasöfnun og rannsóknarvinna viðkomandi henni er að mörgu leyti grunnur að skráningu margra muna Síldarminjasafnsins.

  1. Orð úr máli söltunarfólks, 26 síður.
  2. Orð úr máli beykja og díxilmanna, 4 síður.
  3. Orð úr máli bræðslumanna, 10 síður.
  4. Orð úr máli sjómanna, 11 síður.