Fréttir
100 ár frá snjóflóðum
Dagana 12. og 13. apríl nk. verða eitt hundrað ár liðin frá mannskæðustu snjóflóðum í Hvanneyrarhreppi, sem féllu á Staðarhólsbökkum, í Héðinsfirði og Engidal. Síldarminjasafnið og Siglufjarðarkirkja minnast atburðanna með dagskrá:
Föstudagurinn 12. apríl
17:00 Gengið að rústum Evanger undir leiðsögn starfsmanna Síldarminjasafnsins. Sr. Sigurður Ægisson minnist þeirra sem fórust. Boðið upp á kaffi og kleinur.
Kl. 18:30 Héðinsfjörður og Engidalur. Keyrt á einkabílum. Sr. Sigurður Ægisson minnist þeirra sem fórust.
Laugardagur 13. apríl
Kl. 11:00 Kyrrðarstund í Siglufjarðarkirkju til minningar um þau átján sem létust í snjóflóðunum.
Fréttir- Eldri frétt
- Nýrri frétt