Safnkennsla: Yngri stig grunnskóla

Í kennsluefni fyrir yngri stig grunnskóla er unnið með þann ríka orðaforða sem finna má í Sögu úr síldarfirði. Síldarminjasafnið hefur unnið markvisst að því að varðveita orðaforða sem tengist sjómennsku og síldverkun. Höfundur notar mikið af orðum og orðasamböndum sem ekki eru mikið notuð í daglegu máli nú til dags og útskýrir þau vel. Í verkefnunum er lögð áhersla á orð þeim tengdum auk náttúru og veðurs.

Útbúið var ferðakoffort til notkunar og fræðslu í skólastarfi. Í ferðakoffortinu eru munir sem gefa innsýn inn í líf fólks á síldarárunum og tengjast með einum eða öðrum hætti sögunni af Sigga. Þar að auki eru púsluspil, áttavitar og samstæðuspil sem nota má í kennslustundum fyrir yngstu nemendurna. 

Sjá hér:  Safnkennsla - yngri stig

Til að panta ferðakoffortið sendið tölvupóst á netfangið safn[hjá]sild.is