Safnkennsla
Síldarminjasafnið hefur um árabil tekið á móti skólahópum á öllum námsstigum. Leikskólabörn, grunnskólabörn, framhaldsskólanemar og háskóla-
nemar hafa verið þar á meðal.
Yngsta kynslóðin hefur tíðum fengið sögustund í lúkarnum á Tý, meðan eldri grunnskólabörn fara í ratleik í Bátahúsi eftir almenna fræðslu frá starfsfólki safnsins. Framhaldsskóla- og háskólanemar hafa svo hlotið fræðslu í fyrirlestraformi.
Safnkennsluefni fyrir bæði yngri og eldri stig grunnskóla, byggt á lestri Sögu úr síldarfirði, er aðgengilegt hér á síðunni undir flipanum "Saga úr síldarfirði".
Við vekjum athygli á því að grunnskólar um land allt geta fengið senda svokallaða fræðslukassa eða ferðakoffort - og unnið frekar með námefnið út frá þeim gripum og því efni sem er að finna þar.
Athygli er vakin á því að skv. nýjum safnalögum er söfnum landsins skylt að veita skólanemum í skipulagðri námsferð aðgang án gjaldtöku.