Fréttir

Áður auglýstri dagskrá aflýst

30. júl. 2020

Í ljósi hertra sóttvarnarráðstafana sjáum við okkur ekki annað fært en að aflýsa öllum viðburðum sem Síldarminjasafnið hafði auglýst fyrir komandi helgi.

Til stóð að bjóða upp á síldarsaltanir, leiðsagnir um safnið, gönguferðir, netasmiðju og síldarhlaðborð – en þessir viðburðir bíða betri tíma.

Starfsfólki safnsins er umhugað um að framfylgja tilmælum yfirvalda í einu og öllu, og munum við því jafnframt takmarka fjölda gesta í safnhúsum okkar, með tilliti til húsrýmis og tveggja metra fjarlægðarmarka, sem og loka fyrir aðgang safngesta að síldarskipinu Tý SK.

Eftir sem áður bjóðum við gesti hjartanlega velkomna á safnið, sem verður áfram opið alla daga frá 10-18 – en með aukinni áherslu á takmarkaðan fjölda safngesta.

Við hvetjum safngesti okkar, sem og landsmenn alla, til að hafa það hugfast að við erum öll almannavarnir.

Fréttir