Fréttir

Aðventuheimsóknir leik- og grunnskólabarna

7. des. 2017

Undanfarin ár hefur starfsfólk Síldarminjasafnsins boðið leik- og grunnskólabörnum í Fjallabyggð og Fljótum til aðventustunda. Börnin eru í ár frædd um jólasveinana - hvernig þeir hafa breyst úr ódælum hrekkjalómum í góða karla sem vilja fyrst og fremst gleðja börn og gefa þeim í skóinn. Þá er þeim jafnframt sagt frá sögu jólasveinsins í alþjóðlegu samhengi og saga hans rakin allt aftur til heilags Nikulásar. Börnin fá svo að njóta þess að horfa á stutta kvikmynd sem byggir á vísum Jóhannesar úr Kötlum og fróðleik um íslensku jólasveinana þrettán á meðan þau gæða sér á heitu súkkulaði og smákökum.

Um 250 börn sækja aðventustundirnar í ár, þau yngstu þriggja ára en þau elstu þrettán ára.

 

Fréttir