Fréttir

Áframhaldandi framkvæmdir við Salthúsið

12. apr. 2018

Frá því snemma í nóvember á síðasta ári og fram að páskum unnu smiðir frá Byggingafélaginu Berg að fyrsta áfanga þessa árs í Salthúsinu, en búið er leggja nýjar gólfplötur á efri hæð hússins og gera við allnokkra gólfbita. Mikil vinna var lögð í viðgerð á gamla gólfinu frá 1893 sem var lagt aftur á þann hluta efri hæðarinnar sem ætlaður er til sýningarrýmis. Lokið var við einangrun á lofti og veggjum á efri hæðinni og verður nú gert hlé á framkvæmdunum um sinn, eða fram á haustið.

Húsafriðunarnefnd styrkti nýlega síðasta áfanga viðgerðar á ytra byrði hússins og verður því lokið endanlega við viðgerðir utanhúss í sumar. 

Fréttir