Fréttir

Afrískur trumbusláttur yfir síldinni

14. ágú. 2017

Aldrei hefur jafn mikið fjör verið í Bátahúsinu og á uppskerukvöldi Þjóðlagahátíðarinnar 8. júlí sl. Þar komu fram margir af helstu listamönnum hátíðarinnar og skemmtu samkomugestum. Hámarkinu var náð þegar hópur afrískra dansara og trommuleikara steig fram og náði að hrífa með sér alla sem í húsinu voru. Einhverntíma hefði síldin og hennar fólk hrokkið í kút yfir þeim ósköpum sem þarna gengu á - þar sem 250 manns hoppuðu og stöppuðu og klöppuðu undir drynjandi trommuslætti sunnan úr frumskógum Afríku!

Þessir tónleikar voru 5. tónleikarnir í Bátahúsinu á Þjóðlagahátíðinni að þessu sinni. Ætla má að á þeim þrettán árum sem liðin eru síðan Bátahúsið var vígt hafi verið haldnir þar um 50-60 tónleikar.

 

Fréttir