Fréttir

Anna Fält: Tónleikar í Tankanum

29. maí 2018

Anna Fält er finnsk þjóðlagasöngkona sem notast aðeins við eitt hljóðfæri: röddina! 
Hún er fjölhæfur söngvari, lagahöfundur og listamaður og hefur lært þjóðlagatónlist í fjórum ólíkum löndum. Anna sérhæfir sig í að kanna fjölbreyttar sönghefðir frá Finnlandi, Svíþjóð og Austur-Evrópu og sameinar bjarta, djúpa og seiðandi tóna, svo líkja má flutningi hennar við loftfimleika raddbandanna.

Tónleikarnir fara fram í Olíutanka Síldarminjasafnsins á sjómannadaginn, sunnudaginn 3. júní, kl. 18:00.
Aðgangseyrir er 1.000 kr.

Fréttir