Fréttir

Árgangur 1948 færir safninu söguskilti

25. júl. 2018

Laugardaginn 21. júlí færði árgangur 1948 Síldarminjasafninu veglegt söguskilti sem komið verður fyrir við göngustíginn austan Snorragötu, gegnt safnsvæðinu. Skiltið ber yfirskriftina "Siglufjarðarhöfn síldaráranna" og má þar sjá uppdrátt af síldarbryggjunum og höfninni eins og hún var á árum áður auk valinna ljósmynda frá nokkrum söltunarstöðvum. 

Forsvarsmenn Síldarminjasafnsins færa árgangi 1948 bestu þakkir fyrir og fagna frumkvæði þeirra - en upplýsingaskilti eins og þetta, sem blasir við öllum sem um svæðið ganga, er mikilvægur þáttur í að miðla sögunni og auðvelda gestum og ferðafólki að gera sér í hugarlund hvernig var umhorfs við höfnina á síldarárunum.

Fréttir