Fréttir

Árlegt framlag til ABC barnahjálpar

23. des. 2017

Eins og mörgum er kunnugt er minningu Gústa guðsmanns haldið á lofti í Bátahúsinu, þar sem hluti sýningarinnar til tileinkaður honum. Bátur hans, Sigurvin, er varðveittur í Bátahúsinu og skúlptúr af Gústa sjálfum stendur framan við lítinn beitningaskúr þar sem sýnd er heimildarmynd um hann og þar inni stendur söfnunarkútur sem gestum er frjálst að leggja eitthvað af mörkum til ABC barnahjálpar – og viðhalda þannig hjálparstarfi guðsmannsins. 

Árssöfnunin 2017 nam 31.247 krónum og hafa þær verið lagðar inn á bankareikning ABC barnahjálpar. Frá árinu 2013 hafa safnast tæplega 160.000 kr. sem hafa runnið óskiptar til ABC í nafni Gústa. ABC barnahjálp leggur höfuðáherslu á menntun barna í Afríku og Asíu en samtökin segja menntun vera mikilvægasta hlekkinn í að rjúfa vítahring fátæktar.

Fréttir