Fréttir

Auglýst eftir rekstraraðila síldareldhúss

22. apr. 2024

Síldarminjasafnið auglýsir eftir rekstraraðila að nýju síldareldhúsi í Salthúsinu frá 15. júní – 30. september 2024 með möguleika á framlengingu til eins árs.

Salthúsið er fjölnota safnhús og eru varðveislurými safnsins staðsett í húsinu. Starfsfólk safnsins hefur fullan aðgang að húsinu og þarf rekstur síldareldhúss að vera í góðri og þýðri samvinnu við rekstur og starfsemi safnsins.

Reksturinn leigist fullbúinn; með samþykktu eldhúsi, innréttingum, borð- og húsbúnaði, salernisaðstöðu fyrir gesti og útisvæði. Salurinn er staðsettur í suðurhluta hússins og er tæplega 100 m² auk útisvæðis sunnan við húsið sem telur 80 m²

Síldarminjasafnið áskilur sér rétt til að samþykkja hvaða umsókn sem er eða hafna öllum. Umsóknarfrestur er til 10. maí 2024.

Anita Elefsen safnstjóri svarar fyrirspurnum og veitir nánari upplýsingar um tilhögun samstarfsins; anita@sild.is eða í síma 865 2036.

Fréttir