Fréttir

Besta safn á Norðurlandi að mati Reykjavík Grapevine

28. des. 2017

Síldarminjasafninu barst á dögunum viðurkenningarskjal þar sem tilkynnt var að safnið hefði hlotið verðlaun ferðatímarits Reykjavík Grapevine, 'Best of Iceland', sem besta safn á Norðurlandi. Þar segir jafnframt að í dómnefnd hafi setið þaulreyndir blaðamenn á sviði ferðamennsku sem og heimamenn af hverju landsvæði, ljósmyndarar, ferðalangar, listamenn og fleiri sérfræðingar af ólíkum sviðum. 

Til gamans má geta að Síldarminjasafnið hefur hlotið ýmisskonar verðlaun og viðurkenningar í gegn um tíðina, sem dæmi má nefna Nýsköpunarverðlaun Ferðamálaráðs árið 1998, Heiðursverðlaun Lýðveldissjóðs Alþingis árið 1999, Íslensku safnverðlaunin árið 2000, Hvatningarverðlaun INVEST 2002, Evrópsku safnverðlaunin árið 2004, Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu 2017 sem og viðurkenningar og gæðastimpla frá ferðamiðlum eins og TripAdvisor. 

Fréttir