Fréttir
Brian Pilkington sýnir í Gránu
Í dag kl. 17:00 opnar sýning á verkum Brian Pilkington í Gránu og verður listamaðurinn sjálfur viðstaddur.
Íslendingar eru margir vel kunnugir ríkulega myndskreyttum verkum Brians Pilkington um íslensku jólasveinana, jólaköttinn, tröll og vættir. Sýningin er hluti af Myndasöguhátíð Siglufjarðar sem stendur dagana 30. ágúst – 1. september og er líklega nyrsta myndasöguhátíð í heimi!
Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins til septemberloka. Verið hjartanlega velkomin.