Fréttir

Claire White: Tónleikar í Tankanum

24. maí 2018

Miðvikudagskvöldið 30. maí kl. 20:00 verða tónleikar í Olíutanka Síldarminjasafnsins. Söngkonan Claire White flytur þjóðlagatónlist frá heimalandi sínu, Hjaltlandseyjum og býður gestum í ferðalag til hinna töfrandi eyja, með fiðluleik, tónlist og sögum.

Claire er verðlaunuð söngkona, tónskáld og fiðluleikari frá Hjaltlandseyjum. Hún lærði tónlist frá Dr. Tom Anderson sem hefur leikið og kennt á alþjóðavettvangi í tuttugu og fimm ár. Á undanförnum árum hefur Claire ferðast til Ástralíu, Nýja Sjálands, Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Kanada, Sardiníu, Íslands, Noregs, Slóveníu, Eistlands, Póllands og Írlands til að flytja tónlist sína. Árin 2016 og 2017 stjórnaði hún árlegri tónlistarhátíð Hjaltlandseyja, Shetland Fiddle Frenzy. Claire býr í gömlu húsi við hafið þar sem hún nýtur þess að semja nýtt efni á meðan hún fylgist með ríkulegu dýralífi Hjaltlandseyja. 

Aðgangseyrir 1.000 kr. - Allir velkomnir!

Fréttir