Fréttir

Daníel Pétur fastráðinn

9. nóv. 2022

Daníel Pétur Daníelsson hóf störf við Síldarminjasafnið í janúar sl. og var þá ráðinn til eins árs. Á dögunum var aftur á móti undirritaður fastráðningarsamningur við Daníel og fjölgar þar með heilsársstöðugildum við Síldarminjasafnið úr þremur í fjögur. Það er mikið gleðiefni þar sem verkefni eru bæði mörg og fjölbreytt á stóru safni, auk þess sem að móttaka gesta skipar sífellt stærri sess í starfseminni.

Stjórn og starfsfólk safnsins fagna því að fá Daníel til áframhaldandi starfa!

Fréttir