Fréttir

Eyfirski safnadagurinn: "Leitin að Gústa"

18. apr. 2017

Eyfirski safnadagurinn verður haldinn sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 20. apríl og að þessu sinni er yfirskrift dagsins bækur. Síldarminjasafnið er opið þennan dag kl. 13-17 og er aðgangur ókeypis.

Í tilefni dagsins mun Sigurður Ægisson kynna og lesa valda kafla úr væntanlegri bók sinni um Gústa guðsmann sem hann hefur unnið að í 15 ár. Kynningin fer fram í Bátahúsinu og hefst kl. 14. Að kynningu lokinni er gestum boðið að skoða bækur safnsins á efri hæð Bátahússins og þiggja léttar veitingar. 

 

Fréttir