Fréttir

Færeyingar sækja innblástur til Siglufjarðar

30. maí 2023

Á dögunum lagði hópur vaskra manna frá Færeyjum upp í stutta Íslandsför, til þess eins að heimsækja Síldarminjasafnið – en til þess höfðu þeir fengið eindregna hvatningu og stuðning frá Færeyska Þjóðminjasafninu og Menntamálaráðuneyti Færeyja. Saman vinna þeir að uppbyggingu sjóminjasafns í Miðvági í Færeyjum og komu hingað til að leita innblásturs, þekkingar og reynslu.

Þau Anita Elefsen og Örlygur Kristfinnsson, núverandi og fyrrum safnstjórar Síldarminjasafnsins tóku á móti gestunum og leiddu þá um sýningar safnsins og sögðu frá uppbyggingunni, sem hefur í raun verið ævintýri líkust.

Það verður spennandi að fylgjast með uppbyggingu þeirra Færeyinga í Miðvági – og að sjá þar nýtt sjóminjasafn rísa á komandi árum. 

Fréttir