Fréttir

Farandsýning frá Bohuslån Museum

23. feb. 2018

Síldarminjasafnið hlaut á dögunum fjárstyrk frá Bohusläns Islandsfiskares ekonomiska förening vegna uppsetningar á sögusýningu um síldveiði sænskra sjómanna við Íslandsstrendur og sér í lagi á Siglufirði. Verkefnið er unnið í samstarfi við Bohuslån Museum í Uddevalla í Svíþjóð sem upphaflega hannaði sýninguna. Áætlað er að þýða sýningartextana á íslensku og ensku, endurhanna sýningarskiltin og prenta þau á ál til útisýningar.

Sýningaropnun verður hluti af dagskrá Strandmenningarhátíðar á Siglufirði, sem fer fram dagana 4. – 8. júlí í samstarfi Vitafélagsins, Nordisk Kustkultur, Fjallabyggðar, Síldarminjasafnsins og Þjóðlagahátíðar. Á árinu fagnar Siglufjörður jafnframt 100 ára kaupstaðarafmæli og 200 ára verslunarréttindum. Að sama skapi fagnar Íslenska lýðveldið 100 ára fullveldisafmæli sínu og verður Strandmenningarhátíðin hluti af hátíðarhöldum þjóðarinnar. Sýningin verður öllum aðgengileg á safnsvæðinu til ágústloka og er hluti af framlagi Síldarminjasafnsins til hátíðarhaldanna, auk síldarsaltana og annarra uppákoma sem kynntar verða síðar. 

Fréttir