Fréttir

Farskóli safnmanna

25. sep. 2017

Hin árlega ráðstefna starfsmanna íslenskra safna verður haldin á Siglufirði dagana 27. - 29. september. Eins og farskólanafnið ber með sér fer ráðstefnan fram á mismunandi stöðum frá einu ári til annars og mikið lagt upp úr fræðslu og umræðum um mikilvæg málefni safnastarfs. Að þessu sinni er yfirskrift skólans "Söfn í stafrænni veröld". 
Síðast var Farskólinn haldinn á Siglufirði árið 2005 og voru þátttakendur þá um 85 að tölu en nú rétt tæplega 150 – og mun það vera metþátttaka. Farskólastjóri að þessu sinni er Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafnsins.

Fréttir