Fréttir

Farskóli safnmanna

26. sep. 2022

Farskóli safnmanna er árleg ráðstefna safnafólks á Íslandi og fram á Hallormsstað dagana 21. - 23. september undir yfirskriftinni „Söfn á tímamótum“

Starfsfólks Síldarminjasafnsins, þau Anita, Edda Björk og Daníel eru á farskólanum og kynntu verkefnið „Safn sem námsvettvangur“ en það var tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna 2022 sem framúrskarandi fræðsluverkefni. Að auki tók Anita safnstjóri og formaður FÍSOS þátt í pallborðsumræðum um söfn og ferðaþjónustu með Lilju Alfreðsdóttur viðskipta- og menningarráðherra, Signýju Ormarsdóttur hjá Austurbrú og Jónínu Brynjólfsdóttur forseta bæjarstjórnar Múlaþings og safnstjóra Tækniminjasafnsins.

Starfsfólk Síldarminjasafnsins þakkar farskólastjórn kærlega fyrir góðan farskóla og frábæra daga á Austurlandi. 

Fréttir