Fréttir

Finnmerkurför

30. okt. 2018

Tveir starfsmanna Síldarminjasafnsins héldu til Finnmerkur í Norður Noregi í októberbyrjun. Tilefni ferðarinnar var samstarfsverkefni Síldarminjasafnsins og Byggðasafnisins í Gamvik um nýja sýningu sem sett verður upp í júní 2019. 
Staðirnir tveir, Siglufjörður og Gamvik, eiga ýmislegt sameiginlegt í fortíð og nútíð. Báðir hafa þeir byggt á útgerð frá fornu fari. Eins og þekkt er voru Norðmenn umfangsmiklir í síldveiðum við Íslandsstrendur og sér í lagi á Siglufirði. Í dag eru það aftur á móti Íslendingar sem reka útgerð og fiskvinnslu í Gamvik, sem og víðar í Finnmörku. Síldin og þorskurinn hafa því verið undirstöðuþættir í sögu staðanna. 

Bæði á Siglufirði og í Gamvik hefur verið byggt á sögunni og menningararfinum, með starfsemi safna og annarri ferðaþjónustu - og þannig miðlað til ferðamanna og annarra sem leið eiga um. Sýningin verður eins og fyrr segir sett upp í júní 2019, bæði á Siglufirði og í Gamvik, og mun standa sumarlangt. 

Á myndinni eru Hilde Nielsen, Anita Elefsen, Steinunn M. Sveinsdóttir og Svetlana Voronkova við Slettnes vita, sem er nyrsti viti á meginlandi Evrópu, staðsettur á 71 breiddargráðu.

Fréttir