Fjárfestahátíð Norðanáttar
Fjárfestahátíð Norðanáttar fór fram á Siglufirði í síðustu viku og fór að hluta til fram hér á safninu. Í Bátahúsinu kynntu frumkvöðlar sprotafyrirtæki sín og hugmyndir fyrir fjárfestum - og í kjölfarið var haldið yfir í Salthúsið þar sem fram fór svokallað stefnumót fjárfesta og frumkvöðla.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, flutti ávarp og fjallaði um íslenska nýsköpun og mikilvægi hennar í sögulegu samhengi.
Okkur þykir afar vel við hæfi að viðburður sem þessi fari fram á Síldarminjasafninu en tilvist safnsins má þakka framsýnum frumkvöðlum með stórar hugmyndir - og kjark, þor og elju til að fylgja þeim eftir. Fyrir vikið hefur verkefnið á síðustu þrjátíu og fimm árum þróast úr draumkenndri hugmynd í eitt umfangsmesta safn landsins.
- Eldri frétt
- Nýrri frétt