Fréttir

Framhaldsskólanemar í heimsókn

24. sep. 2018

Um fimmtíu manna hópur framhaldsskólanema frá Tías á Lanzarote, PT skólanum á Ítalíu og Menntaskólanum á Tröllaskaga heimsótti Síldarminjasafnið á dögunum. Skólarnir þrír vinna að samstarfsverkefni um valdeflingu og sjálfbærni, með það að markmiði að efla nemendur dreifðra byggða í því að finna leiðir til að takast á við framtíðina í hörðum heimi. 

Á Síldarminjasafninu fékk hópurinn kynningu á sögu Siglufjarðar og síldarinnar, uppbyggingu safnsins auk þess sem rætt var almennt um ferðaþjónustu í Fjallabyggð. Að kynningunni lokinni skoðuðu gestirnir safnhúsin þrjú; Róaldsbrakka, Gránu og Bátahúsið. 

Fréttir