Fyrsti síldarrétturinn framreiddur á Síldarkaffi
Í gærmorgun var fyrsti síldarrétturinn framreiddur úr nýju eldhúsi í Salthúsinu. Sænski síldarkokkurinn Ted Karlberg dvelur á Siglufirði þessa dagana og aðstoðar okkur við að setja saman matseðil fyrir síldarkaffihúsið sem senn verður opnað gestum.
Glöggir muna mögulega eftir glæsilegu síldarhlaðborði sem hann og vinur hans Andreas Almén stóðu fyrir í samvinnu við Síldarminjasafnið á Strandmenningarhátíð sumarið 2018.
Íslensk síld hefur um áratugi þótt algert lostæti þó við Íslendingar höfum ekki skapað okkur sterka hefð fyrir því að matreiða hana sjálf. Við setjum markið hátt og trúum því að síld verði nýtt uppáhald margra áður en langt um líður!