Fréttir

Gestir frá Gdansk

17. nóv. 2017

Dagana 20. - 23. nóvember heimsækja starfsmenn Sjóminjasafninsins í Gdansk í Póllandi Síldarminjasafnið og Siglufjörð.

Um er að ræða fjóra forvörslusérfræðinga sem heimsækja Síldarminjasafnið í þeim tilgangi kynnast starfseminni og stuðla að samstarfi um bátavernd og varðveislu sjóminja.

Heimsóknin er framhald af samstarfsverkefni sem hófst í janúar á þessu ári þegar starfsmenn Síldarminjasafnsins fóru í heimsókn til Gdansk og fengu að kynnast umfangsmikilli starfsemi safnsins þar í borginni og í nærliggjandi bæjum, en safnið hefur alls sex starfsstöðvar í Póllandi og starfar á landsvísu.  

Klukkan 10:00 á mánudagsmorgun, 20. nóvember, verða pólsku gestirnir með stutta kynningu á starfsemi síns safns sem stendur mjög framarlega í varðveislu sjóminja og skipsflaka og hefur yfir 200 starfsmenn! Kynningin fer fram í fundarsal Bátahússins og eru allir áhugasamir velkomnir.

Fréttir