Fréttir

Gjöf til Leikskála

26. okt. 2018

Fyrr á þessu ári lauk starfsfólk Síldarminjasafnsins við gerð námsefnis sem byggir á bókinni Saga úr síldarfirði, sem safnið gaf út árið 2011. Námsefni var gert fyrir bæði yngri og eldri stig grunnskóla. Í kennsluefni fyrir yngri nemendur er unnið með þann ríka orðaforða sem finna má í bókinni. Síldarminjasafnið hefur unnið markvisst að því að varðveita orðaforða sem tengist sjómennsku og síldverkun. 

Börn í skólahóp á Leikskálum hafa undanfarin ár lesið Sögu úr síldarfirði, og fannst starfsfólki safnsins því kjörið að færa elstu deild leikskólans að gjöf bæði samstæðuspil og púsluspil sem framleidd hafa verið með vatnslitamyndum úr bókinni. Þannig má tengja efni sögunnar og orðaforðann við leik barnanna. 


Börnin sjálf veittu gjöfinni viðtöku og þökkuðu kærlega fyrir sig. 

 

Fréttir