Fréttir

Gönguferð að Evanger

10. okt. 2017

Í tilefni evrópsku menningarminjadaganna 2017 býður Minjastofnun Íslands upp á fjölbreytta viðburði víða um land dagana 7.-14. október. Í ár er þemað „Minjar og náttúra“. Allir viðburðirnir eru í höndum fyrirmyndaraðila sem starfa með menningarminjar og mun Örlygur Kristfinnsson leiða göngu um minjasvæði Evangerverksmiðjunnar á Siglufirði laugardaginn 14. október nk. kl. 13:00. Lagt verður af stað frá gamla flugvellinum. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. 

Upplýsingar um viðburðina má finna á heimasíðu Minjastofnunar: http://www.minjastofnun.is/um-stofnunina/frettir/nr/1539

Fréttir