Fréttir

Hafliði Guðmundsson

24. okt. 2017

Nú á dögunum var komið fyrir litlu upplýsingaskilti við hlið minnisvarðans um Hafliða Guðmundsson hreppstjóra á Siglufirði. Fram til þessa hafa þeir sem þangað koma verið litlu nær um Hafliða, hver hann var og af hverju honum var sýndur þessi heiður. En víst er að Hafliði var merkur borgari þessa bæjar og kom mjög við sögu norskra síldveiðveiðimanna - og af þeirri ástæðu er þessi frétt flutt hér á vefsíðu Síldarminjasafnsins.

Það var Ytrahúsið, áhugamannafélag, sem kostaði gerð skiltisins og voru meðfylgjandi myndir teknar þegar afkomendum Hafliða Guðmundssonar var kynnt verkið.

 

Haflidi1

Frá vinstri: Sveinn Þorsteinsson, Sigurður Hafliðason, Páll Helgason, Jón Andrjes Hinriksson og Örlygur Kristfinnsson.

Fréttir