Fréttir

Jólastund fyrir eldri borgara

9. des. 2019

Síldarminjasafnið býður eldri borgurum til árlegrar jólastundar í Bátahúsinu. Auglýstar voru tvær dagsetningar, 10. og 13. desember, en vegna afar slæmrar veðurspár ætlum við að fella niður jólastundina á morgun, þriðjudag - á sama tíma hvetjum við áhugasama til að heimsækja okkur á föstudaginn nk., 13. desember kl. 14:00.

Lesin verður jólasaga, Edda Björk Jónsdóttir flytur jólalög á þverflautu og stýrir samsöng. Boðið verður upp á smákökur og heitt súkkulaði.

Gott væri að áhugasamir skráðu þátttöku sína í s´ma 467 1604, svo örugglega verði sæti fyrir alla. 

Allir velkomnir!

Fréttir