Fréttir
Jólastund með eldri borgurum
Eldri borgurum í Fjallabyggð er boðið til jólastundar á Síldarminjasafninu dagana 11. og 12. desember nk. kl. 14:00.
Vegna mikillar aðsóknar á síðasta ári verða nú tvær dagsetningar í boði, bæði þriðjudagur og miðvikudagur.
Hlýtt verður á upplestur úr nokkrum nýjum bókum sem tengingu hafa við Siglufjörð, rætt um jólahefðir fyrri tíma og boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Við biðjum áhugasama um að skrá þátttöku sína í síma 467 1604.
Allir velkomnir!
- Eldri frétt
- Nýrri frétt