Fréttir

Le Soleal

4. ágú. 2017

Í morgun, þann 4. ágúst var hér í Siglufjarðarhöfn eitt af stærstu og glæsilegustu skipum sem hingað hafa komið, franska skemmtiferðaskipið Le Soleal með 240 farþega. Allir fóru þeir á Síldarminjasafnið þar sem þeir nutu söltunarsýningarinnar líflegu og leiðsagnar starfsmanna safnsins. Þessi heimsókn skemmtiferðaskips er sú 19. í sumar af 21 bókaðri heimsókn slíkra skipa. Síldarminjasafninu eru þessar heimsóknir afar mikils virði, bæði fjárhagslega og einnig að því leyti að með þeim er staðfest að hér sé mikilvægur sögu- og menningarlegur áningastaður. Einnig er ljóst að fjárhagslegur ávinningur þessara heimsókna er mikill fyrir höfnina og sveitarfélagið.



20545234_10155530447992068_134396568368093401_o

Farþegar Le Soleal við síldarsöltun á planinu við Róaldsbrakka.

Fréttir