Fréttir

Málþing í Bátahúsinu

8. okt. 2021

Málþing verður haldið í Bátahúsinu nk. sunnudag, 10. október kl. 11:00, á vegum Vitafélagsins - íslenskrar strandmenningar. Yfirskriftin er Verkþekking við sjávarsíðuna – auður til arfs. 

Dagskrá málþingsins: 

11:00             Setning, Anita Elefsen safnstjóri Síldarminjasafnsins, fundarstjóri
11:10 - 11:30    Afhverju Siglufjörður? Kristína Berman, hönnuður og nemi
11:30 - 11:50    Risið úr rústum - Örlygur Kristfinnsson, myndasmiður
11:50 - 12:20   Matarhlé. Seldar verða léttar veitingar; súpa og brauð, kaffi og te.
12:20 - 12:40   Lifandi hefðir og tilnefning súðbyrðings á lista UNESCO - Rúnar Leifsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu

12:40 - 13:00   Að sigla sinn sjó - Einar Jóhann Lárusson, nemi í bátasmíði
13:00 - 13:20   Auður samstarfs - Sigurbjörg Árnadóttir, formaður Vitafélagsins - íslenskrar strandmenningar
13:20 - 13:40   Umræður

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

Fréttir