Fréttir

Málþing um íslenska strandmenningu

7. mar. 2024

Fyrr í vikunni stóð Vitafélagið fyrir málþingi um íslenska strandmenningu, stöðu hennar og framtíð. Málþingið fór fram á Akranesi og var vel sótt. Fyrirlesarar fluttu fjölbreytt erindi um sögu strandmenningar, þátt hennar í fornleifarannsóknum, bókmenntum, tónlist, menningu, atvinnulífinu, ferðaþjónustu og svona mætti áfram telja.

Anita Elefsen, safnstjóri Síldarminjasafnsins sótti málþingið og sat í pallborði ásamt fleiri góðum gestum, en þar fóru fram umræður um málefnið í víðu samhengi. Vitafélaginu eru færðar bestu þakkir fyrir framtakið. Það er sannarlega ástæða til að ræða málefnið, hlúa að því og varðveita verkþekkingu, minjar og ólíkar hefðir sem tilheyra strandmenningu þjóðarinnar.

Fréttir