Fréttir

Menntamálaráðherra heimsækir Síldarminjasafnið

23. júl. 2018

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, flutti ávarp á málþingi í Gránu í júlíbyrjun. Málþingið var hluti af Norrænni Strandmenningarhátíð og fjallaði um hefðir í norrænni strandmenningu, súðbyrðinginn og UNESCO. 

Lilja heimsótti jafnframt Síldarminjasafnið og kynnti sér starfsemi þess, rekstur, umfang og verkefnastöðu. 
Síldarminjasafnið hefur frá árinu 2011 hlotið árlegan fjárstuðning frá mennta- og menningarmálaráðuneyti skv. gildandi rekstrarsamningi hverju sinni. Safninu er því dýrmætt að geta boðið menntamálaráðherrum í heimsókn og haldið góðum tengslum við ráðuneytið.  


Ljósmynd: Steingrímur Kristinsson


Fréttir