Fréttir

Menntskælingar í heimsókn

3. maí 2017

Þann 27. apríl sl. komu 120 1. bekkingar Menntaskólans á Akureyri í árlega vorheimsókn á Síldarminjasafnið, en undanfarin ár hafa fyrsta árs nemendur skólans heimsótt Siglufjörð að bæði vori og hausti í námi sínu um menningarlæsi. Í upphafi heimsóknarinnar flutti Þórarinn Hannesson einleik sinn Í landlegu í Bátahúsinu. Verkið hlaut góðar viðtökur nemendanna og að því loknu fóru þeir og fræddust um síldarsöguna í Roaldsbrakka og Gránu og þjóðlagaarfinn í Þjóðlagasetrinu auk þess sem hópurinn gæddi sér á gómsætu kruðeríi í Aðalbakaríi. Að venju fóru nemendurnir einnig í Siglufjarðarkirkju þar sem þeim var sögð saga bæjarins og sr. Bjarna Þorsteinssonar og að lokum sungið við undirleik Sturlaugs Kristjánssonar.

Starfsfólk Síldarminjasafnsins þakkar nemendum og starfsfólki skólans fyrir ánægjulegan dag.

Ljósmyndari: Sverrir Páll Erlendsson.

Fréttir