Fréttir

Metmánuður!

1. ágú. 2018

Það hefur verið gestkvæmt á Síldarminjasafninu í júlí, en aldrei fyrr hafa jafn margir sótt safnið heim á einum mánuði. Annasömustu dagarnir voru í kring um Norrænu strandmenningarhátíðina, Þjóðlagahátíð og tíðar komur skemmtiferðaskipa. 
Alls heimsóttu um 10.700 manns safnið í júlímánuði - en til samanburðar má benda á að fyrir tíu árum síðan voru gestir um 7.600 á ársgrundvelli. 

Heildarfjöldi gesta fyrstu sjö mánuði ársins er 18.500, þar af um 80% erlendir gestir. 49 síldarsaltanir hafa farið fram á planinu við Róaldsbrakka og 200 hópar hafa fengið leiðsögn um safnið það sem af er ári.

Fréttir