Fréttir

Myndasýningar á Skálarhlíð

4. jún. 2018

Frá árinu 2010 hafa ljósmyndir úr Ljósmyndasafni Siglufjarðar verið skoðaðar skipulega á myndasýningum á Skálarhlíð. Vikulega eru sýndar valdar myndir úr safninu í þeim tilgangi að greina fólk, staðarhætti og annað sem myndirnar geyma. 
Starfsfólk SkSigló ehf. hafði á sínum tíma frumkvæði að sýningunum en starfsmenn Síldarminjasafnsins tóku við keflinu þegar Ljósmyndasafnið var gefið. 

Nú í vetur hafa allar glerplötur Kristfinns Guðjónssonar verið skoðaðar sem og töluverður fjöldi af filmum. Frá upphafi hafa mörg þúsund myndir verið sýndar og greindar - en safnið telur um 110.000 ljósmyndir, filmur og plötur. 

Síðasta myndasýning fyrir sumarfrí fór fram sl. fimmtudag, 31. maí - en þráðurinn verður tekinn upp að nýju þann 6. september nk. 


Fréttir