Fréttir

Námskeið í varðveislu tækniminja

1. maí 2023

Í síðustu viku stóð Íslandsdeild Félags norrænna forvarða fyrir námskeiði um varðveislu tækniminja. Námskeiðið fór fram í Reykjavík og stóð yfir í þrjá daga. Kennarinn á námskeiðinu var forvörðurinn Chris Knapp, sem hefur áratugalanga reynslu af varðveislu tækniminja, en hann var lengi yfirmaður forvörsludeildar Imperial War Museum Duxford. Þau Anita og Daníel Pétur sóttu námskeiði fyrir hönd Síldarminjasafnsins - enda ýmisskonar tækniminjar varðveittar í safnkostinum. Námskeiðið var bæði fróðlegt og gagnlegt, og mikilvægur þáttur í símenntun starfsfólks safnsins.

Fréttir