Fréttir

Aðventustundir

15. des. 2015

Á Síldarminjasafninu leynist margt fleira en munir sem tengjast beint síldariðnaðinum. Hér má m.a. finna ýmislegt sem tengist jólahaldi frá því í gamla daga; aldargamalt jólatré, músastiga og jólastyttur svo fátt eitt sé nefnt. Starfsmenn safnsins ákváðu að bjóða elstu árgöngum Leikskóla Fjallabyggðar og 1.-7. bekk Grunnskólans til notalegrar stundar á aðventunni og fengu alls 175 börn og kennara í heimsókn á síðustu tveimur vikum. Börnunum var sýnt gamalt jólaskraut, þau frædd um sögu jólatrésins og skrautsins og lesin var jólasaga á meðan þau gæddu sér á heitu súkkulaði og smákökum. Í lokin var oftar en ekki sungið bæði börnunum og þeim fullorðnu til mikillar ánægju.

Anita, Steinunn og Örlygur þakka þessum skemmtilegu jólagestum kærlega fyrir komuna og óska þeim gleðilegra jóla.

Fréttir