Fréttir

Nýr safnstjóri ráðinn

15. feb. 2016

Fyrsta apríl lætur Örlygur Kristfinnsson af starfi sem safnstjóri Síldarminjasafns Íslands, en því hefur hann gegnt í 20 ár. Á fundi stjórnar safnsins í síðustu viku var samþykkt að Anita Elefsen tæki við af honum. Síðustu fimm ár hefur hún gegnt hlutverki rekstrarstjóra safnsins.

Þess má geta að Örlygur ætlar ekki að yfirgefa safnið fyrir fullt og allt heldur er líklegt að hann verði þar í litlu hlutastarfi við eitt og annað.


Á myndinni eru Anita, Örlygur og Steinunn í heimsókn á ítölsku safni.


Fréttir