Fréttir

Gamall olíutankur fluttur á safnsvæðið

24. ágú. 2016

Sunnudaginn 21. ágúst sigldi stór olíutankur um götur bæjarins og vakti mikla athygli. Tankurinn var kominn á niðurrifsstig, hátt á níræðisaldri, en þykir svo vönduð smíði og á svo sérstæða sögu að ástæða þótti til að flytja hann til varðveislu á Síldarminjasafninu. Á stríðsárunum var hann málaður sem íbúðarhús til að villa um fyrir þýskum óvinaflugvélum í yfirvofandi loftárásum. Meðal gamalla málningarlaga á tanknum leynast merki um dyr og glugga þar sem mannvera stendur við uppvask eða er að vökva blómin sín.

Síldarminjasafnið þakkar eftirtöldum fyrir góðan stuðning og samvinnu við þetta spennandi verk:

Jóni Andrjesi Hinrikssyni, Gunnari Júlíussyni, Olíudreifingu, Básverjum, kranafyrirtækinu DS lausnum og Vélsmiðju Einars Ámundasonar.

  




 

Tankurinn á ferð um götur bæjarins.



Fréttir