Fréttir

Aðventustundir Síldarminjasafnsins

15. des. 2016

Síðustu tvær vikur hefur Síldarminjasafnið boðið alls 160 nemendum Leikskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar og Grunnskólans á Sólgörðum til aðventustundar. Börnin hafa verið frædd um uppruna jólakortsins, fengið að skoða gömul jólakort og síðan föndrað sín eigin. Í lok stundarinnar gæddu börnin sér á heitu súkkulaði og smákökum og sungu oftar en ekki eitt jólalag fyrir starfsfólk safnins.

Við þökkum nemendum og starfsfólki skólanna kærlega fyrir ánægjulegar stundir og óskum þeim gleðilegra jóla.

Fréttir